Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U13, U15, U18, U21 árs) fór fram laugardaginn 22. mars á Akureyri í umsjón Judodeildar KA og voru það þeir Hans Rúnar Snorrason, Hermann Torfi Björgólfsson og Sigmundur Magnússon sem höfðu veg og vanda af því. Upphaflega átti einnig að keppa í senioraflokkum og á einum keppnisvelli eins og undanfarin ár en vegna óvenju mikillar þátttöku var það ekki hægt vegna tímaramma í íþróttahúsinu. Keppni í senioraflokki var því frestað til 5. apríl og bætt var við öðrum keppnisvelli til þess að tímaáætlun stæðist sem og gerðist og var mótið hið skemmtilegasta og gekk vel fyrir sig. Dómarar voru þeir Björn Sigurðarson, Breki Bernhardsson, Gísli Egilson, Gunnar Jóhannesson, Sævar Sigursteinsson og Yoshihiko Iura. Til Akureyrar var farið í tveimur rútum og voru keppendur frá JR tuttugu og einn og kepptu nokkrir þeirra í tveimur aldursflokkum. Með þeim voru þjálfarar JR þeir Guðmundur Björn Jónasson, Zaza Simonishvili og Bjarni Friðriksson og auk þeirra nokkrir foreldrar keppenda sem sáu um aksturinn og fararstjórn þeir Alfreð Atlason, Helgi Einarsson, Hilmar Arnarson og Pétur Kjærnested. JR- ingar áttu frábæran dag og unnu samtals til átján gullverðlauna, sjö silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Til hamingju með árangurinn. Hér eru úrslitin og stutt videoklippa. Mótið var í beinni útsendingu Völlur 1 og Völlur 2.



































































