Jólamót JR 2024 fór fram í dag en það er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006. Keppt var í þremur senioraflokkum, -66 kg , sameinuðum flokki -73/81 kg og sameinuðum flokki -90/+90 kg. Samhliða þessari keppni var einnig og nú í annað sinn keppt í gólfglímu í aldursflokki 30 ára og eldri en fyrst var keppt í gólfglímu 2023. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir og eru þeir áletraðir með nöfnum sigurvegara hvers árs. Það er gaman að segja frá því að á meðal þátttakenda voru keppendur frá Ukraníu, Georgíu og Portúgal sem settu svip á mótið en þeir æfa allir hjá JR. Hér eru myndir frá mótinu, videoklippa og úrslitin 2024 og eldri úrslit 2023, 2022, 2021 og 2019.