Strákarni kepptu í gær á International Children´s games og stóðu sig vel en Jóhann Jónsson keppti til úrslita í -81 kg flokknum eftir að hafa lagt að velli tvo á andstæðinga með glæsilegum ippon köstum, þann fyrri á drop seoi-nage og þann seinni á uranage. Hann mætti síðan Rokas Leikus frá Litháen í úrslitum og reyndi aftur uranage sem hafði gengið svo vel gegn síðasta andstæðini en Rokas áttaði sig í tíma og náði mótbragði og sigraði. Bjarnsteinn Hilmarsson sem keppti í -73 kg flokki tapaði í fyrstu umferð en fékk uppreisnarglímu sem hann vann en tapaði svo þeirri þriðju og endaði í sjöunda sæti. Seinni keppnisdaginn var keppt í liðakeppni en lágmarksfjöldi var fimm manns og vorum við því ekki með lið. Það voru sex lið skráð til keppni og gat hvert lið fengið einn lánsmann ef á þurfti að halda og var Bjarnsteinn beðinn um að keppa með einu þeirra sem hann og gerði en liðið náði því miður ekki að komast á verðlaunapall. Þetta var fínn árangur hjá strákunum og óskum við þeim til hamimgju með árangurinn. Því miður voru gæðin í beinu útsendingunni það slæm að ekki var hægt að nota hana en videoklippa af glímunum hans Jóhanns sem tekin var upp á staðnum er væntanleg.




