Íslandsmótið í beinni

Þá er búið að standsetja Laugardalshöllina fyrir Íslandsmótið, búið að koma fyrir tveimur völlum og tölvubúnaði og öðrum hlutum sem fylgja svona móti. Því miður var mæting starfsmanna frá klúbbum og stjórn JSÍ til að aðstoða við uppsetningu arfaslök og er það eitthvað sem þarf að taka til skoðunnar en það voru aðeins átta aðilar sem mættu og þar af einn keppandi sem hefði átt að vera heima hjá sér og einbeita sér að keppninni.
Þetta hafðist þó allt saman og mótið mun hefjast á áætluðum tíma kl.10. Þeir sem komast ekki á mótið geta fylgst með því í beinni útsendingu með því að smella á eitthvert JSÍ logoið hér neðar og hér er keppendalistinn.
Góða skemmtun.

    

Bein útsending kl. 10. frá Íslandsmóti  karla og kvenna
Bein útsending kl. 10. frá Íslandsmóti  karla og kvenna
Bein útsending kl. 13. frá úrslitum og Opnum flokki