Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. apríl næstkomandi og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Þátttökuskráningu lýkur annað kvöld og verður keppendalistinn birtur hér.
Ekki er hægt að gera breytingu á skráningu eftir að skráningafresti lýkur nema gegn greiðslu nýs keppnisgjalds og það sama á við hjá keppendum sem standast ekki vigt og vilja færa sig um flokk þá er það leyft gegn greiðslu á nýju keppnisgjaldi.
Vigtun hjá JR föstudaginn 26. apríl frá 18:00-19:00 og muna að hafa bæði bláan og hvítan judobúning kláran í keppninni, nánari upplýsingar hér.
Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.