Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2024 verður haldið laugardaginn 27. apríl í Laugardalshöllinni og verða allir bestu judomenn og konur landsins á meðal þátttakenda. Keppt verður á einum velli og verður mótinu þrískipt sem hér segir.
Frá kl. 10 til 12 keppni karla í -81, -90, +100 og konur -63 kg.
Frá kl. 12 til 13:30 keppni karla í -66, -73, -100 og konur +78 kg.
Frá kl. 13:30 til 16 Opinn flokkur karla og kvenna
Vigtun fer fram hjá JR föstudaginn 26. apríl frá kl. 17-19.
Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin. Hlekkir á beina útsendingu og úrslitin verða settir hér inn á keppnisdegi.