Það voru átján keppendur frá Íslandi sem tóku þátt í Copenhagen Open 2022 um helgina og voru þeir frá JR, JRB, KA og Selfossi. Á föstudaginn var kepptum við í aldursflokki U18 og í dag í aldursflokkum U15 og 18 ára og eldri. Þetta var fjölmennt og sterkt mót, keppendur um 750 sem komu víða að. Okkar keppendur stóðu sig misvel eins og gengur og allflestir unnu eina eða fleiri viðureignir en það voru þau Helena Bjarnadóttir úr JR og Daníel Árnason úr JRB sem komust lengst. Helena keppti til úrslita í U15 ára aldursflokki +57 kg þar sem keppendur voru ellefu. Hún vann þar þrjár viðureignir með yfirburðum en tapaði þeirri fjórðu í úrslitum og fékk silfurverðlaunin. Daníel keppti í karlaflokki -60 kg en þar voru keppendur sextán. Hann vann fyrstu tvær viðureignirnar en tapaði í undanúrslium og keppti því um bronsverðlaunin síðar um daginn og sigraði og tók bronsverðlaunin. Þau Weronika Komandera sem keppti í U15-52 kg og Ingólfur Rögnvaldsson sem keppti í karlaflokki -66 kg komust næstlengst en þau höfnuðu í sjöunda sæti. Ingólfur gerði sér lítið fyrir og vann þar fjórar af sex viðureignum en þar sem flokkurinn var það fjölmennur (40 manns) dugði þessi glæsilegi árangur hans ekki til að landa verðlaunum. Til hamingju öll með árangurinn. Hér eru úrslitin og myndir frá mótinu.