Helena Bjarnadóttir vann til tveggja verðlauna á Evrópumeistaramóti Smáþjóða sem haldið var í dag í Nicosíu á Kýpur. Hún vann til silfurverðlauna í U18 ára aldursflokki -63 kg og til bronsverðlaun í -63 kg flokki seniora. Í U18 sigraði hún á ippon Fridu Borgarlid frá Færeyjum í fyrstu viðureign, næst mætti hún Sofiu Vasilliou frá Kýpur og sigraði Helena hana einnig á ippon og var þá komin í úrslit. Þar mætti hún annari stúlku frá Kýpur, Marinu Azinou. Þeirri viðureign tapaði Helena en silfrið var hennar. Í senioraflokki síðar sama dag mætti hún enn annari stúlku frá Kýpur, Sofiu Demosthenous en varð að játa sig sigraða en fékk engu að síður tækifæri á að keppa um bronsverðlaunin og þar sigraði hún Loru Schroller frá Luxemburg og þar með sín önnur verðlaun á Evrópumeistaramóti Smáþjóða 2024. Til hamingju með árangurinn.
Romans Psenicnijs sem keppti í -73 kg flokki tapaði fyrstu viðureign í U18 ára aldursflokki og einnig uppreisnarglímunni sem hann fékk og var þar með úr leik. Mótherjar hans voru báðir frá Kýpur. Í senioraflokki -73 kg sigraði Romans tuttugu og þriggja ára gamlan keppanda frá Lictenstein Tristan Frei á tveimur wazaari. Næst mætti hann Stefanos Lazarides frá Kýpur en tapaði. Í þeirri viðureign meiddist Romans því miður á hné og varð að hætta keppni. Hefði hann ekki meiðst þá hefði hann mætt keppanda frá Luxemburg í uppreisnarglímu og átti því enn möguleika á bronsverðlaunum.
Hér eru nokkrar myndir frá mótinu.