Helena með bronsverðlaun á Den Helder

Helena, bronsverðlaun

Helena Bjarnadóttir vann til bronsverðlauna í dag á Den Helder í Hollandi í U10 +42 kg. Til hamingju Helena. Það gekk upp til hópa mjög vel hjá krökkunum í Den Helder þó svo að ekki hefðu fleiri en Emma og Helena unnið til verðlauna. Þetta er fyrsta mótið hjá þeim erlendis og örugglega ekki það síðasta og algjört ævintýri fyrir þau að sjá og reyna sig við jafnaldra sína þar.  Mikael sem er ekki vanur því að tapa viðureignum vann því miður enga í dag en gerir það bara á næsta móti. Elías og Jónas unnu tvær viðureignir og Hugi og Alli unnu eina hvor. Þjálfurunum þeim Guðmundi, Emil og Þormóði óskum við til hamingju með árangurinn en þeir hafa verið ákaflega ötulir við þjálfun barnanna og sinnt því starfi vel. Óskum einnig foreldrum barnanna til hamingju og þökkum fyrir stuðning þeirra við félagið.