Evrópumeistaramót Cadett 2025 (aldursflokkur 15-17 ára) fór fram í Skopje í Makedoníu dagana 26-28 júní. Þetta er eitt sterkasta mót sem haldið er í heiminum ár hvert í þessum aldursflokki og voru keppendur 421, karlar 217 og konur 204. Að þessu sinni var aðeins einn keppandi frá Íslandi en Helena Bjarnadóttir keppti í -70 kg flokki og þjálfari með henni var María D. Skúlason. Helena átti fyrstu viðureign í flokknum og mætti Alina Chekmareva (IJF) sem er í 33 sæti heimslistans. Þetta var hörkuviðureign sem var mjög jöfn og hvorugar náðu skori í venjulegum glímutíma sem er fjórar mínútur og var það ekki fyrr en á annari mínútu í gullskori sem Alinu tókst að skora og innbyrða sigur þar með. Alina datt út í næstu umferð gegn franskri stúlku sem er efst á heimslistanaum og þar með var engin uppreisnarglíma í boði fyrir Helenu og hún úr leik. Hér neðar eru myndir fræa glímunni hennar gegn Alinu. Hér eru nánari upplýsingar um mótið og hægt að sjá myndbönd frá því.

