Heimsmeistaramótið OPINN flokkur

Eitt mest spennandi mót ársins verður haldið um helgina en heimsmeistaramót karla og kvenna í OPNUM flokki verður haldið í Marrakesh í Marokkó. Keppni karla verður á morgun laugardaginn 11. nóv. og konurnar keppa svo á sunnudaginn og hefst keppni báða dagana kl. 10:00.  Allir bestu judomenn og konur heimsins eru á meðal þátttakenda. Þar sem ekki var forraðað gátu þeir bestu lent strax saman og það var einmitt það sem gerðist eins og sjá má hér því Teddy Riner og Guram Tushishvili mætast að öllum líkindum í annari umferð en Guram var “næstum” búinn að sigra Teddy á HM í Budapest í september. Hér er umfjöllun um mótið en það má fylgjast með því  í beinni útsendingu.