Haustönnin hefst 19. ágúst – Skráning hafin

Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst með æfingum hjá meistaraflokki, byrjendum og framhaldi 15 ára og eldri og börnum 11-14 ára. Æfingar barna 7-10 ára hefjast svo þriðjudaginn 20. ágúst sem og Gólfglíma 15 ára og eldri og að lokum hefjast svo æfingar barna 5-6 ára laugardaginn 24. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst hefst svo Kvennatími, æfingar sem bara eru ætlað konum 15 ára og eldri og eru í umsjá margfalds Íslandsmeistara Daníelu Rutar Daníelsdóttur og Íslandsmeistararnir, tveir af okkar bestu judomönnum þeir Aðalsteinn Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason munu sjá um æfingar hjá byrjendum 15 ára og eldri.

Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol en Judobúninga er hægt að fá hjá JR.

Hér eru helstu upplýsingar eins og æfingatími, gjöldþjálfarar og fleira.
Frekari upplýsingar í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is

Ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er gengið frá skráningu og námskeiðsgjaldi hér.