Haustmót JSÍ 4. okt. – Breytt dagskrá

Dagskrá Haustmóts JSí sem haldið verður laugardaginn 4. október í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi hefur verið breytt og hefst mótið kl. 12 og lýkur um kl. 15. Dagskráin er eins og hér segir. U13 og U15 keppni hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13:30 og keppni U21 árs hefst svo kl. 14 og lýkur um kl. 15. Vigtun frá 11 til 11:30 og geta allir aldursflokkar vigtað þá en þeir sem keppa í U21 geta líka vigtað frá kl. 13-13:30.