Haustmót JSÍ 2025 seinni hluti var haldið laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahúsi Akurskóla í Reykjanesbæ og nú var keppt í aldursflokkum U18 og senioraflokkum. Mótið sem hófst kl. 11:00 gekk vel fyrir sig, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og lauk því um kl. 15. Keppendur voru fjörtíu og þrír frá fimm klúbbum, Grindavík, JG, JRB, JS og JR. Keppendur JR-inga voru tuttugu og sex og stóðu þeir sig afar vel en þeir unnu öll tólf gullverðlaunin auk fimm silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Óskum við keppendum öllum til hamingju með árangurinn. Hér eru úrslitin og myndir af verðlaunahöfum.













