Haustmót JSÍ 2025 seinni hluti (fyrri hluti var haldinn 4. okt. á Selfossi) verður haldið laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahúsi Akurskóla að Tjarnarbraut 5 í Reykjanesbæ. Keppt verður í aldursflokkum U18 og senioraflokkum. Mótið hefst kl. 11 með keppni í U18 og strax að þeirri keppni lokinni hefst keppni í senioraflokkum og áætlað að mótinu ljúki um kl. 14:00. Vigtun fer fram í Akurskóla föstudaginn 31. okt. frá 18-18:30 og á sama stað fyrir þá sem það vilja á keppnisdegi frá kl. 9:30-10:00.

