Haustmót JSÍ 2025 hjá U13, U15 og U21

Haustmót JSÍ 2025 í U13, U15 og U21 verður haldið laugardaginn 4. október í íþróttahúsi Vallaskóla Selfossi. Mótið hefst kl. 10 mótslok áætluð kl. 15. Vigtun á mótsstað föstudaginn 3. okt. frá 18-18:30 eða á keppnisdegi fyrir alla flokka frá 9-9:30. Ef vigtað er á keppnisdegi mega keppendur vera mest 1. kg yfir þyngdarmörkum í öllum aldursflokkum.
Skráningarfrestur hefur verið lengdur til miðnættis þriðjudaginn 30. september. Frétt af heimasíðu JSÍ.