Haustmót JSÍ sem undanfarin ár hefur verið haldið í Grindavík var haldið 5. október en í Reykjanesbæ að þessu sinni þar sem Grindavík var ekki í boði sökum ástandsins þar. Mótið sem hófst kl. 12:00 gekk vel fyrir sig, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og fullt af spennandi og skemmtilegum viðureignum og lauk mótinu kl. 16. Keppendur voru frá níu klúbbum alls sjötíu og fimm og keppt var í öllum aldursflokkum. Keppendur frá JR voru þrjátíu og stóðu þeir sig býsna vel en þeir unnu alls sextán gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Aðrir klúbbar sem unnu til gullverðlauna voru Grindavík og Ármann með þrenn gullverðlaun, JRB, Selfoss og Tindastóll með tvö og JS eitt. Óskum við keppendum öllum til hamingju með árangurinn.
Hér eru úrslitin, myndir frá mótinu og video klippa væntanleg.