Haustmót JSÍ 2024

Haustmót JSÍ 2024 verður haldið laugardaginn 5. október í Íþróttahúsi Akurskóla að Tjarnarbraut 5 í Reykjanesbæ. Mótið hefst kl. 12 með keppni í aldursflokkum U13 og U15 sem ætti að ljúka um kl. 13 og hefst þá keppni í aldursflokki U18. Strax að lokinni þeirri keppni hefst keppni hjá U21 árs sem áætlað er að hefjist um kl. 14 og senioraflokkur hefst svo um 14:30 og mótslok áætluð kl. 16. Vigtun hjá JR föstudaginn 4. okt. frá 18-19. eða á mótsstað á keppnisdegi fyrir alla flokka frá 11-11:30. Keppendur í U18 geta líka vigtað sig á keppnisdegi til kl. 12:30 og U21 og seniorar til kl. 13:30. Ef vigtað er á keppnisdegi mega keppendur vera mest 1. kg yfir þyngdarmörkum í ölum aldursflokkum.