Frábær árangur á ÍM yngri 2025

Íslandsmeistaramótið í yngri aldursflokkum fór fram Laugardaginn 12. apríl hjá Judodeild Ármanns. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Keppendur voru níutíu og sjö frá tíu klúbbum og hefur þátttakan aukis verulega frá því í fyrra en þá voru keppendur sjötíu og fimm. Keppt var á tveimur völlum þar sem margar spennandi og flottar viðureignir litu dagsins ljós og enduðu margar á glæsilegum ippon köstum. Þátttakendur frá JR voru þrjátíu og þrír og unnu þeir alls tuttugu gullverðlaun, átta silfur og þrenn bronsverðlaun og voru flestir að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla og örugglega ekki þá síðustu. Til hamingju með árangurinn. Mótið var vel heppnað en það hófst kl. 11 og lauk um kl. 15. Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum og frá mótinu, stutt videoklippa og úrslitin