Farnir til Japans

Þá eru þeir farnir í æfinga og keppnisferð til Asíu þeir Ægir Valsson, Egill Blöndal og Breki Bernhardsson en þeir lögðu af stað í dag til Japans þar sem þeir munu hitta fyrir Sveinbjörn Iura sem fór þangað í byrjun október og munu þeir æfa þar næsta mánuðinn. Sveinbjörn, Egill og Ægir munu taka þátt í Grand Slam Osaka 23. nóvember og síðan Egill, Sveinbjörn og Breki í Hong Kong Asian Open 1. desember. Þeir eru allir væntanlegir til Íslands aftur í byrjun desember og munu þá næst keppa á Reykjavík Judo Open í Laugardalshöllinni í lok janúar 2019.