Í vikunni fóru þeir Skarphéðinn Hjaltason og Zaza Simonishvili til Podgorica í Montenegro en Skarphéðinn mun keppa þar á Evrópumeistaramótinu sem hófst 23. apríl og lýkur með liðakeppni 27. apríl. Evrópumeistaramótið er líkast til sterkasta mótið sem haldið er í heiminum ár hvert því judohefðin er mikil í Evrópu og fáir veikir hlekkir. Þátttakendur eru 414 frá 47 þjóðum, 229 karlar og 185 konur. Á morgun föstudaginn 25. apríl keppir Skarphéðinn en hann keppir í -90 kg flokki og mætir þar þrátíu og eins árs gömlum Tékka, David Klammert sem er í 29. sæti heimslistans. Klammert er okkur Íslendingum vel kunnugur en hann vann gullverðlaunin í -90 kg flokki á RIG árið 2015. Keppnin hefst kl. 8:30 á íslenskum tíma og á Skarphéðinn 20 viðureign á velli 2. sem gæti verið um kl. 9:45. Skarphéðinn er væntanlegur aftur heim á laugardaginn og mun taka þátt í Íslandsmeistaramótinu á sunnudaginn. Hér er drátturinn og fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.