Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfarai fór með þrjá keppendur til Ísraels í dag en þar munu þeir taka þátt í Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Tel Aviv dagana 26. – 28. apríl. Okkar keppendur eru þeir Logi Haraldsson sem keppir í -81 kg flokknum föstudaginn 27. apríl og Egill Blöndal -90 kg og Þormóður Jónsson +100 kg en þeir keppa báðir laugardaginn 28. apríl. Keppnin hefst kl. 9 að Íslenskum tíma á fimmtudagin og laugardaginn en kl. 8 að Íslenskum tíma á föstudaginn. Evrópumeistaramótið er líkast til allra sterkasta judomótið sem haldið er ár hvert því þar er hver einasti keppandi afar öflugur og fáir veikir hlekkir. Þátttakendur eru 375 frá 44 þjóðum, 216 karlar og 159 konur. Hér er keppendalistinn og drátturinn og hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu .