Evrópumeistaramót smáþjóða (GSSE) hefst á morgun á Kýpur og er þetta í annað skiptið sem þetta mót er haldið. Á meðal þátttakenda eru þau Helena Bjarnadóttir sem keppir í -63 kg flokki og Romans Psenicnijs sem keppir í -73 kg flokki og með þeim í för er Zaza Simnonishvili og Marija Dragic Skúlason móðir Helenu. Þau Helena og Romans hefja keppni 2. nóvember í U18 aldursflokki og að þeirri keppni lokinni þá keppa þau einnig sama dag í senioraflokki. Hér eru drátturinn í U18 -63 kg og -73 kg og hér í senioraflokkum -63 kg og -73 kg. Á sunnudaginn verður keppt í liðakeppni en þar erum við ekki með að þessu sinni. Keppendur eru rúmlega eitthundrað tuttugu frá níu þjóðum. Keppnin hefst kl. 7 í fyrramálið á okkar tíma og á Romans fyrstu viðureign á velli 1 og mætir þar Vladimiros Charalampous frá Kýpur og Helena á fjórðu viðureign á velli 2 og mætir þar Fridu Borgarlid frá Færeyjum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.