Á morgun leggur fjölmennurt hópur keppenda af stað til Luxembourg þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti Smáþjóða (GSSE) 2022 og þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið. Þjóðirnar níu sem keppt hafa á GSSE fram að þessu eru Andorra, Ísland, Cyprus, Liechtenstein, Luxembourg, Malta, Monaco, Montenegro og San Marino. Ekki eru skráðir keppendur frá Montenegro né Monaco að þessu sinni en hinsvegar eru frændur okkar Færeyingar með keppendur og einnig Ukranía svo þátttökuþjóðirnar verða níu og keppendurnir alls 109. Einstaklingskeppni fer fram 5. nóv. og liðakeppni 6. nóv. en íslenski hópurinn tekur aðeins þátt í einstaklingskeppninni.
Hér er hægt að fylgjast með mótinu. Seniors og U18 og bein útsending. Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur.
Íslenski hópurinn
U18 landslið: Nökkvi Viðarsson -66kg, Romans Psenicnijs -66kg, Daron Hancock -73kg, Aðalsteinn Björnsson -73kg, Mikael Ísaksson -73.
Seniora landslið: Ingólfur Rögnvaldsson -66kg, Kjartan Hreiðarsson -73kg, Egill Blöndal -90kg, Skarphéðinn Hjaltason -90kg, Karl Stefánsson +100.
Þjálfarar og farastjórar: Jóhann Másson, formaður JSÍ/fararstjóri, Þormóður Árni Jónsson, framkvæmdatjóri JSÍ/farastjóri, Zaza Simonisvhili, landsliðsþjálfari.