Egill og Sveinbjörn keppa í Glasgow

Egill Blöndal (-90 kg) og Sveinbjörn Iura (-81 kg) eru komnir til Skotlands ásamt Jóni Þór Þórarinssyni landsliðsþjálfara og þar munu þeir taka þátt í European Judo Open í Glasgow þann 7. okt. Búið er að draga og sitja þeir báðir hjá í fyrstu umferð. Eftir góðan árangur á heimsmeistaramótunu í september þá flugu þeir upp heimslistann svo um munaði og eru komnir í 110 og 112 sæti. Vegna þessa þá er þeim forraðað á þessu móti, hvor í sínum flokki en það er gert við átta efstu menn heimslistans sem eru á meðal þátttakenda. Sveinbjörn mætir annaðhvort Svía eða Spánverja en Egill mætir Frakka. Hér er drátturinn, hér er keppnisröðin og hér er bein útsending. Keppnin hefst kl. 9 að Íslenskum tíma og á Sveinbjörn áttundu glímu á velli 1 og Egill á tuttugustu og fyrstu glímu á velli 2.

Bein útsending með lýsinguVöllur 1 –  Völlur 2 –  Völlur 3