Dan gráðanir í desember

Nú nýlega í desember þreyttu átta aðila dan gráðupróf og stóðust það allir sem einn með ágætum. Það voru sex aðilar sem tóku 1. dan en það voru þeir Eyjólfur Orri Sverrisson, Garðar Hallur Sigurðsson, Magnús Jóhannsson og Raul Vlad Matei Matei allir úr JR, Jakob H. P. Burgel Ingvarsson úr UMFS og Piotr Slawomir Latkowski úr UMFG sem tók prófið nokrum dögum síðar. Garðar Hrafn Skaptason úr JS tók gráðuna 5. dan og var Arnar Freyr Ólafsson Uke hjá honum og Björn Halldórsson úr JG tók gráðuna 6. dan og Uke hjá honum var Raphael Louis José Leroux. Til hamingju með áfangann.