Copenhagen Open 2025 verður haldið dagana 18 og 19 apríl en þetta er alþjóðlegt mót og eru skráðir keppendur tæplega 900 frá 13 þjóðum, ISL, CZE, BEL, DEN, FRA, FRO, GBR, GER, LAT, LTU, NED, NOR, SWE. Keppendur frá Íslandi eru fjörtíu og tveir úr þremur klúbbum, JR, UMFS og Tindastóli. Frá JR eru tuttugu og einn keppandi sem keppa munu í aldursflokkunum U10, U12, U15, U18 og 18 ára og eldri. Keppendi JR í U10 eru Ea Kjærnested í U12 eru Freyja Friðgeirsdóttir, Jonathan Noah, María Guðmundsdóttir og Röskva Rúnarsdóttir. Í U15 eru Benjamín Blandon, Fannar Þormóðsson, Gústav Kjærnested, Jóhann Jónsson, Karólína Atladóttir, Orri Hjálmarsson og Snjólaug Helgadóttir. Í aldursflokkum U18 og +18 ára keppa þeir Bjarnsteinn Hilmarsson, Daníel Hákonarson, Dagur Ingibergsson, Gunnar Tryggvason, Jónas Guðmundsson, Kolmar Jónsson, Mikael Ísaksson, Orri Helgason og Viktor Kristmundsson. Með hópnum fara þrír þjálfarar þeir Bjarni Friðriksson, Guðmundur Jónasson og Þormóður Jónsson og fararstjórar eru þeir Alfreð Atlason, Helgi Einarsson og Hilmar Arnarson og auk foreldra sem verða þeim til aðstoðar.
Föstudaginn 18. apríl hefst keppnin kl. 9 í aldursflokkum U10 og U12 og um klukkan 12 hefst svo keppnin í U18 ára. Laugardaginn 19. apríl hefst keppnin kl. 9 í aldursflokki U15 og um kl. 13 hefst svo keppnin hjá 18 ára og eldri.
Hér er keppendalistinn og hér er hægt er að fylgjast framvindu mótsins og finna úrslitin og horfa á beina útsendingu.
Myndin hér neðar var tekin á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var síðustu helgi og eru flestir á þeirri mynd sem keppa munu á Copenhagen Open 2025.
