Copenhagen Open 2022 hefst næsta föstudag og verður fjöldi keppenda frá Íslandi úr nokkrum klúbbum á meðal þátttakenda og keppa í aldursflokkum U15, U18 og +18 ára. Frá JR fara þau Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Mikael Ísaksson, Nökkvi Viðarsson, Helgi Hrafnsson og Romans Psenicnijs, Weronika Komandera og Helena Bjarnadóttir sem keppa í U18 á föstudaginn og á laugardaginn keppa þær Helena og Weronika aftur og þá í aldursflokki U15 sem og Logi Andersen. Aðrir frá JR eru Kjartan Hreiðarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Skarphéðinn Hjaltason sem einnig keppa á laugardaginn í aldursflokki 18 ára og eldri. Á myndinni hér að ofan sem tekin var að lokinni æfingu á mánudaginn eru nokkrir keppenda JR sem fara til Danmerkur ásamt þjálfurum en hópurinn leggur af stað í fyrramálið. Að loknu móti taka svo við æfingabúðir á sunnudag og kemur hópurinn svo heim á mánudaginn. Hér má sjá úrslitin og hér er svo heimasíða mótsins og facebook síðan.