Afmælismót JSÍ í yngri aldursflokkum verður haldið á morgun 9. febrúar í Júdofélagi Reykjavíkur og hefst það kl. 10:00 í aldursflokkum 11-14 ára þ.e. U11 og U15 og lýkur henni um kl. 11:30. Vigtun á keppnisstað (JR) frá 9-9:30. Athugið að U18 og U21 geta vigtað sig á sama tíma.
Keppni U18 hefst kl. 12 og lýkur um kl. 14. Vigtun fyrir U18 og U21 er frá kl. 11-11:30.
Ægir Valsson keppti á laugardaginn í – 90 kg flokknum á Opna Skoska í Glasgow. Það byrjaði vel hjá honum þegar hann vann fyrstu viðureign á ippon. Því miður tapaði hann svo næstu viðureign í gullskori og þar með var möguleikinn á gulli úr sögunni þar sem keppt er með útsláttarfyrirkomulagi en hinsvegar enn möguleiki á bronsverðlaunum. Í uppreisnarglímum vinnur hann næstu tvær örugglega, þá fyrri á tveimur wazaari og þá seinni á ippon. Hann er þar með kominn í keppnina um bronsverðlaunin. Ægir leiddi þá viðureign framan af með wazaari en andstæðingur hans gafst ekki upp og náði góðu skori á Ægi og fékk ippon fyrir það og tók bronsverðlaunin. Ægir var ekki sáttur með framistöðu sína en flensa sem hann náði sér í hefur örugglega haft sín áhrif á hana. Nú er bara að vona að hann verði búinn að jafna sig á flensunni fyrir næsta laugardag þegar hann keppir á Reykjavík Judo Open í Laugardalshöllinni.
Ægir Valsson verður á meðal þátttakenda á Opna Skoska sem haldið verður í Glasgow næsta laugardag. Hann keppir í -90 kg flokki og eru tuttugu keppendur skráðir í þann flokk. Frekari upplýsingar verða settar á vefinn þegar þær fást.
JSÍ dómararnir þeir Björn Sigurðarson og Sævar Sigursteinsson taka nú þátt í IJF dómara og þjálfararáðstefnu sem haldin er í Mittersill dagana 13-16 janúar samhliða OTC æfingabúðunum þar. Þar er farið yfir allar helstu áherslur í dómgæslu og dómarareglunum. Þeir félagar munu síðan koma þeim upplýsingum áfram til okkur hinna á dómara og þjálfaranámskeiði JSÍ. Á myndinni sem fylgir má greina þá félaga í hægri röð þeirri öftustu lengst til vinstri.
Stór hópur landsliðsmanna dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Þetta eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þessar æfingabúðir koma sér vel í undirbúningi okkar manna fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 26. janúar og að sjálfsögðu önnur verkefni sem fyrirhuguð eru í framhaldi af því eins og Grand Slam í París og Dusseldorf og svo Matsumae Cup í Danmörku. Hér neðar er mynd af þátttakendum okkar í Mittersill.
Starfssemin hefst á ný á morgun 7. janúar samkvæmt stundaskrá. Ný byrjenda og framhaldsnámskeið eru að hefjast. Námskeiðin eru fyrir konur og karla og í aldursflokkum 8-10 ára, 11-14 ára og 15 ára og eldri. Helstu upplýsingar og skráningarform má finna hér. Myndirnar hér neðar eru frá starfinu og JR-ingum á æfingu og í keppni. Myndband á facebook.
Það mættu tæplega þrjátíu manns í gær frá fjórum klúbbum á fyrstu æfingu ársins. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í lok æfingar. Næsta æfing verður á morgun kl. 18:30 og eru allir velkomnir.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veitir viðurkenningar til íþróttamanna sérsambanda ár hvert á sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við kjör á Íþróttamanni ársins. Í gær fór afhendingin fram fyrir árið 2018 í Silfurbergi í Hörpu og þar fengu þau Ingunn Rut Sigurðardóttir (JR) og Sveinbjörn Jun Iura (JDÁ) sínar viðurkenningar.
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.