Mikael Ísaksson og Weronika Komendera fóru í byrjun vikunnar til Sviss ásamt Zaza Simonishvili og taka þar þátt í æfingabúðum sem heita Sergei Judo Camp og standa frá 28. júlí til 3. ágúst. Þetta eru alþjóðlegar æfingabúðir fyrir cadett og eru undir regnhlífarhatti IJF og Olympic Solidarity sjá hér frétt frá 2023. Hér eru upplýsingar um æfingabúðirnar og myndir frá þeim.
Emma í æfingabúðum í Þýskalandi
Emma Tekla Thueringer fór til Þýskands í byrjun vikunnar og mun þar taka þátt í viku æfingabúðum (21-27 júlí) sem heita Judo & More. Þetta er vika af skemmtun, leikjum og judoæfingum með topp þjálfurum en undanfarin ár hafa margir af fremstu judomönnum heims verið á meðal þeirra en nánar um það hér.
Kata námskeið í Kodokan
Um miðjan júlí fóru þeir Björn Halldórsson, Gísli Egilson og Yoshihiko Iura til Japans til að taka þátt í kata námskeiði sem kallast 2024 KODOKAN SUMMER COURSE Ⅰ sem haldið er vikuna 13-20 júlí í Kodokan í Tokyo. Að loknu kata námskeiðinu er annað viku námskeið, 22- 26 júlí, sem kallast 2024 KODOKAN SUMMER COURSE Ⅱ “Techniques, lecture, randori, shiai” sem þeir Gísli og Iura munu sitja ásamt Eyju Viborg en Björn heldur af stað heim. Hér neðar eru nokkar myndir frá kata námskeiðinu.
Keppa í Paks í Ungverjalandi
Paks Junior European Cup 2024 (aldursflokkur U21) hófst í dag í Paks í Ungverjalandi og eru keppendur frá 29 þjóðum, 233 karlar og 127 konur. Þeir félagar Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson og Mikael Ísaksson sem hafa æft í Serbíu í sumar verða á meðal keppenda og þjálfari þeirra og fararstjóri í ferðinni er Marija Dragic Skúlason. Strákarnir keppa allir á morgun og hefst keppnin kl. 7 í fyrramálið að íslenskum tíma. Skarphéðinn keppir í -90 kg flokki og á hann 3 viðureign á velli 3 en Mikael og Aðalsteinn sem keppa báðir í -81 kg flokki verða á velli 1 og á Mikael 7 viðureign og Aðalsteinn 28 sem gæti verið um níu leytið. Skarphéðinn mætir Rohil Noor (NOR), Mikael mætir Nicola Chiari (ITA) en Aðalsteinn situr hjá í fyrstu umferð og mætir svo annaðhvort Adam Major (HUN) eða Mateusz Grendys (POL). Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.
Keppa á EM Cadett 2024
Evrópumeistaramót Cadett 2024 (aldursflokkur 15-17 ára) hófst í dag í Sofíu í Búlgaríu og er þetta eitt sterkasta mót sem haldið er í heiminum ár hvert í þessum aldursflokki en keppendur eru alls 511, karlar 275 og konur 236. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru Helena Bjarnadóttir sem keppir í -63 kg flokki og Romans Psenicnijs sem keppir í -73 kg flokki bæði úr JR og með þeim er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Einnig eru mætt til að fylgjast með mótinu foreldrar Helenu þau Bjarni og María D. Skúlason og þeir félagar Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson og Mikael Ísaksson en þeir hafa ásamt Helenu og Romans verið við æfingar í Serbíu. Bæði Helena og Romans keppa á morgun föstudaginn 28. júní og hefst keppnin kl. 6:30 að íslenskum tíma og á Helena fyrstu viðureign á velli 1 og mætir Amelia Ptasinska (POL) og ef vel gengur þá mætir hún sterkustu stúlkunni í flokknum Sinem Oruc frá Tyrklandi sem vann þetta mót bæði 2022 og 2023 og er í fyrsta sæti heimslistans. Romans á sautjándu viðureign um kl. 7:30 á velli 2. og mætir hann Yahor Talaka (AIN). Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.
Á ferð og flugi í sumar
Í morgun lagði af stað hópur JR-inga sem mun verða við æfingar og keppni næstu vikurnar víðsvegar um Evrópu. Þau sem fóru eru Aðalsteinn Björnsson, Mikael Ísaksson og Skarphéðinn Hjaltason sem munu verða við æfingar í Serbíu fram í ágúst ásamt Helenu Bjarnadóttur sem býr þar og verður Zaza Simonishvili með þeim í för. Romans Psenicnijs verður í Lettlandi við æfingar og Weronika Komendera í Póllandi. Helena og Romans munu ásamt Zaza fara til Sofíu í Búlgaríu í lok júní og keppa þar á EM cadett en að því loknu þá kemur Zaza aftur til Íslands. Weronika og Mikael munu í lok júlí taka þátt í æfingabúðum í Sviss og einnig stefnir hún á að keppa á Krakov Open í lok ágúst og líklega fer Aðalsteinn til Georgíu að lokinni Serbíuförinni og verður þar við æfingar í tvær til þrjár vikur. Svo það verður nóg að gera hjá þessu unga, efnilega og öfluga liði í sumar og ættu þau að koma til baka reynslunni ríkari.
Árni og Sveinbjörn í 7. sæti á EM lögreglumanna
Það voru sextán þjóðir sem tóku þátt í Evrópumeistaramóti lögreglumanna sem haldið var í Sofíu í Búlgaríu dagana 13-17 júní og var þetta mót jafnframt það sextánda í röðinni. Keppendur frá Íslandi voru þrír og kepptu þeir allir 15. júní. Leó Björnsson sem keppti í -100 kg flokki tapaði fyrstu viðureign og fékk því miður ekki uppreisnarglímu og var þar með úr leik. Þeir Árni Pétur Lund og Sveinbjörn Iura sem kepptu í -90 kg flokki höfnuðu báðir í sjöunda sæti en báðir unnu fyrstu viðureign en töpuðu næstu og þar með voru möguleikar á gullverðlaunum úti. Þeir fengu hinsvegar uppreisnarglímu sem báðir unnu og áttu því enn möguleika á bronsverðlaunum en töpuðu því miður næstu viðureign og luku þar með keppni og eins og áður sagði enduðu þeir í sjöunda sæti eins og Bjarni Skúlason þjálfari þeirra árið 2015. Hér neðar eru nokkrar myndir af strákunum í keppninni, úrslitin 14. júní, 15. júní og 16. júní og stutt videoklippa af glímunum þeirra.
Mikael Máni Ísaksson kominn með 1. dan
Mikael Máni Ísaksson þreytti gráðupróf fyrir 1. dan í dag og stóðst það með sóma. Mikael hefur æft judo í tíu ár en hann mætti á sína fyrstu æfingu hjá JR árið 2014 þá sjö ára gamall. Uke hjá Mikael í prófinu í dag var æfingafélagi hans Skarphéðinn Hjaltason. Til hamingju með áfangann Mikael.
Keppa á EM lögreglumanna á morgun
Það verða þrír keppendur frá Íslandi sem keppa á Evrópumeistaramóti lögreglumanna í Sofíu í Búlgaríu. Mótið sem haldið er fjórða hvert ár hófst í dag með keppni í léttari þyngdarflokkum en á morgun 15. júní keppa okkar menn en það eru þeir Árni Lund og Sveinbjörn Iura sem báðir munu keppa í -90 kg flokki og Leó Björnsson sem keppir í -100 kg flokki. Þjálfari þeirra er reynslboltinn Bjarni Skúlason sem keppt hefur í tvígang á þessu móti, síðast 2019 en árið 2015 varð hann í 7. sæti í -100 kg flokki og einnig mun Marija Dragic Skúlason verða þeim til aðstoðar. Keppt er á tveimur völlum og hefst keppnin kl. 7 í fyrramálið á okkar tíma og hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu.
Gangi ykkur félögum sem allra best.
Keppnin 14. júní, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 15. júní, Fyrri hluti, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 15. júní, Seinni hluti, keppnisröðin, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 16. júní liðakeppnin, Fyrri hluti, völlur 1. og völlur 2.
Keppnin 16. júní liðakeppnin, Seinni hluti, völlur 1. og völlur 2.
Úrslit 14. júní, 15. júní og 16. júní
Tvö silfur og fimm brons á NM 2024
Það var frábær árangur hjá ungu liði (meðalaldur um 18 ár) Íslendinga á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð um síðastliðna helgi en þeir unnu til tveggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Skarphéðinn Hjaltason er að blómstra þessa dagana en hann var með silfurverðlaun -90 kg flokki karla á Copenhagen Open í lok mars, hann sigraði bæði -90kg flokk karla og Opinn flokk karla á Íslandsmeistaramótinu í lok apríl og núna á Norðurlandameistaramótinu er hann með silfur bæði í -90 kg flokki karla og í U21 árs aldursflokki. Vel gert Skarphéðinn. Helena Bjarnadóttir vann tvenn bronsverðlaun í -63 kg flokki en hún keppti bæði í U18 og U21 árs aldursflokkum. Einnig unnu til bronsverðlauna þeir Romans Psenicnijs sem varð í þriðja sæti í U18 -73 kg flokki, Karl Stefánsson sem varð í þriðja sæti í +100 kg flokki karla og Ari Sigfússon varð í þriðja sæti í -100 kg flokki veterans. Þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Aðalsteinn Björnsson kepptu einnig um bronsverðlunin en urðu að játa sig sigraða og enduðu því í 5. sæti. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig vel og unnu flestir eina eða fleiri glímur en komust því miður ekki lengra en það að þessu sinni. Þessi frammistaða keppenda okkar lofar góðu og verða eflaust fleiri á verðlaunapalli á næsta NM.