EYOF 2025 verður haldið í Skopje í Makedoníu 20-26 júlí og verður judokeppnin dagana 22. til 25 júlí. Skráðir þátttakendur í judo eru 341 frá 44 þjóðum 184 karlar og 157 konur. Keppendur okkar eru þau Eyja Viborg -52 kg, Helena Bjarnadótir -63 kg, Jónas Guðmundsson -73 kg og Viktor Kristmundsson +90 kg og með þeim er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Eyja keppir 23. júlí, Helena og Jónas 24. júlí og að lokum Viktor 25. júlí. Nánari upplýsingar eins og hverjir verða andstæðingar þeirra og tímasetningar má finna hjá EJU og hjá IJF og fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér og líkast til einnig á JudoTV. Á myndinni sem hér fylgir vantar Helenu en hún býr í Serbíu og kemur þaðan til Makedoníu.
