Búið að draga og bein útsending á ICG 2025

Judokeppnin á International Children´s games hefst á morgun. Búið er að draga og mætir Jóhann Jónsson sem keppir í -81 kg flokki Nace Hovnik frá Slóveníu og Bjarnsteinn Hilmarsson sem keppir í -73 kg flokki mætir Jaka De Costa einnig frá Slóveníu. Keppt verður á þremur völlum og hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu sem hefst kl 6:00 í fyrramálið á okkar tíma en þeir eru þremur tímum á undan okkur. Forkeppnin er frá kl. 6:00 – 9:00 og úrslitin frá 11:00 – 13:00 á okkar tíma.