Íslandsmót seniora sem átti að halda 28. apríl næstkomandi hefur verið fært til. Þar sem Evrópumótið fer fram á sama degi og nokkrir af okkar sterkustu judo mönnum verða þar á meðal keppenda hefur verið ákveðið að færa Íslandsmótið aftur um eina viku. Það verður því haldið 5. maí á sama stað þ.e. í Laugardalshöllinni og síðan eins og gert var ráð fyrir þá verða æfingabúðirnar daginn eftir. Æfingabúðirnar verða haldnar hjá JR eða Judodeild Ármanns, tilkynnt síðar.