Úrslit Reykjavíkurmótsins

Reykjavíkurmótið var haldið í gær Laugardaginn 4. nóv. í húsakynnum JR í Ármúla17. Keppendur voru frá Reykjavíkurfélögunum þremur þ.e. Judodeild Ármanns, Judodeild ÍR  og Judofélagi Reykjavíkur. Keppt var í aldursflokkum U13 og U15 og svo í kvenna og karlaflokkum. Í barna og unglingaflokkum var hart barist og ekkert gefið eftir og réðust úrslit of ekki fyrr en í gullskori svo jafnar voru sumar viðureignirnar. Ingunn Sigurðardóttir úr JR vann -70 kg flokk kvenna eftir hörku viðureign gegn hinnni ungu og efnilegu Aleksöndru Lis frá Judodeild ÍR. Logi Haraldsson var öruggur sigurvegari í 81 kg flokki karla en Gísli Vilborgarson varð í öðru sæti en hann keppti flokk upp fyrir sig eins og reyndar Oddur Kjartansson sem varð þriðji og ekki langt frá því að sigra Gísla því hann var þremur wazaari yfir og aðeins um mínúta eftir þegar Gísli náði góðum tökum á Oddi og skorði ippon með seoinage kasti. Hugo Lorain vann -100 kg flokkinn en Ægir Valsson varð í öðru sæti eftir hörkuviðureign þeirra tveggja en allt var í járnum þar til um tvær mínútur voru eftir en þá komst Hugo inn í osotogari og náði góðu kasti og skoraði ippon. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.

 

Reykjavíkurmótið 2017

-81kg Breki / Logi á Haustmóti JSÍ

Reykjavíkurmótið verður haldið á morgun, Laugardaginn 4. nóv. og er það í umsjón JR þetta árið. Keppendur eru frá Ármanni, ÍR og JR og keppt er í öllum aldursflokkum frá 11-14 ára og síðan 15 ára og eldri. Keppni í aldursflokkum U13 og U15 hefst kl. 11 og er mæting ekki seinna en 10:30. Keppni í öðrum aldursflokkum hefst kl. 12. og mæting 11:30.

Silfur og brons í Cardiff

Þeir Jón Þór Þórarinsson og Hermann Unnarsson fóru með sjö manna hóp á Welsh Open Junior & Senior Championships 2017 sem fram fór í gær í Cardiff. Þar unnu til verðlauna þeir Alexander Heiðarsson og Egill Blöndal en Alexander varð í öðru sæti í U21 árs í -55 kg flokki og Egill í þriðja sæti í -90 kg flokki seniora. Þeir Árni Lund U21 -81 kg, Logi Haraldsson -81 kg seniora og Ægir Valsson í -90 kg flokki seniora kepptu allir um bronsverðlaun en urðu að lúta í lægra haldi en þeir Oddur Kjartansson í U21 -73 kg flokki og Dofri Bragason í -60 kg flokki seniora komust ekki eins langt. Fyrir hádegi var keppt í aldursflokki U21 árs. Í flokknum hans Alexanders voru þrír keppendur og vann hann fyrri viðureign sína en tapar þeirri síðari. Oddur  tapar fyrstu viðureign en fær uppreisnar glímu og vinnur hana en tapar svo þeirri þriðju og er þar með úr leik. Í flokknum hans Árna voru sextán keppendur og tapaði hann fyrstu viðureign en vann næstu þrjár og fimmtu viðureign, bronsviðureigninni tapaði hann eins og áður sagði en þá var hún komin í gullskor. Seniorar kepptu eftir hádegið, Dofri Bragason fékk tvær viðureignir og tapaði þeim báðum. Í flokknum hans Loga voru sextán keppendur og komst hann í undanúrslit með því að vinna fyrstu tvær en í undanúrslitum tapar hann og keppti því um bronsverðlaunin. Í 90 kg flokknum voru sextán keppendur og tapaði Ægir fyrstu viðureign en vinnur næstu og einnig þá þriðju þar sem mótherji hans mætti ekki og tapar svo bronsglímunni. Það sama gerði Egill í 90 kg flokknum  hann tapar fyrstu, vinnur næstu og þriðju þar sem eins og hjá Ægi mótherji Egils mætti ekki og þar með var Egill kominn í bronsviðureignina sem hann vann örugglega. Til hamingu Alexander og Egill, þetta var vel gert. Að sjálfsögðu óskum við öðrum keppendum einnig til hamingju með árangurinn og þjálfurum með vel heppnaða ferð þvi það vantaði bara herslumuninn að bronsin hefðu orðið þrjú í viðbót.

Úrslit Haustmóts yngri 2017

Haustmóti JSÍ í yngri aldursflokkum (U21/U18/U15/U13) var haldið í Grindavík laugardaginn 21. okt. sl. Keppendur okkar JR inga núna voru mun færri en í fyrra eða aðeins þrír og voru það þeir Hákon, Kjartan og Skarphéðinn sem kepptu í ár og stóðu sig frábærlega og unnu allir gullverðlaun. Þeir Árni Lund og Oddur Kjartans voru fjarri góðu gamni því þeir tóku þátt í öðru móti í Cardiff sama dag og aðrir sem ætluðu að keppa forfölluðust á síðustu stundu. Þátttakendur núna voru fleiri en í fyrra eða fimmtíu og einn sem er ánægjulegt og mótið var vel skipulagt hjá UMFG en það hófst kl. 11 og því lauk kl. 14:30. Af sextíu og sjö glímum unnust fimmtíu og fjórar þeirra á ippon.  Að þessu sinni var það Judodeild Selfoss sem flest gullin vann og óskum við þeim til hamingju með það en hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.

Keppa í Cardiff um helgina

Lokaæfing fyrir Cardiff

Í morgun lögðu sjö keppendur af stað til Cardiff í Englandi og munu þeir keppa næsta laugardag á Welsh Open Junior & Senior Championships 2017. Þeir sem fóru eru, Alexander Heiðarsson -55 kg, Oddur Kjartansson -73kg og Árni Lund -81 kg og keppa þeir allir í U21 árs eða juniora flokkum og aðrir sem fóru keppa í seniora flokkum en það  eru þeir Dofri Bragason -60 kg, Logi Haraldsson -81 kg og Egill Blöndal og Ægir Valsson í  -90kg flokki. Með þeim í för eru landsliðsþjálfarar  U21 og seniora þeir Hermann Unarsson og Jón Þór Þórarinsson.

Haustmót JSÍ – U13/U15/U18 og U21 árs.

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu Röstinni í Grindavík laugardaginn 21. okt. næstkomandi.
Fimmtíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 11:00 í aldursflokkum U13 og U15  og lýkur þeim flokkum um kl. 13. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og U21 árs og ætti henni að ljúka um kl. 14:30. Vigtun fyrir U13 og U15 er frá 9:30-10:00 og geta U18 og U21 líka vigtað sig þá en annars er þeirra vigtun frá 11-11:30.  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá haustmótinu 2016.
Keppendalistinn 2017.

Hugo keppir á morgun

Félagi okkar Hugo Lorain keppir á morgun 14. okt. í París með klúbbnum sínum á Franska meistaramótinu í sveitakeppni. Þeir keppa  í annari deild að þessu sinni þar sem þeir gátu ekki tekið þátt í undankeppni fyrir fyrstu deild þar sem nokkrir keppenda þeirra, þar á meðal Hugo voru meiddir. Síðast þegar þeir kepptu í annari deild urðu þeir í þriðja sæti. Búist er við þátttöku um þrjátíu liða allsstaðar af landinu. Hér eru nokkra myndir af Hugo og liðsfélögum hans frá mótinu 2016.

Tóku gulabeltið

Úr byrjendahóp fullorðinna sem byrjaði í september voru tveir aðilar sem fóru í beltapróf í gær og voru það þau Judy Yum Fong og  Matthías Pétursson en þau og tóku gula beltið og stóðu sig með glæsibrag.