Góumót JR 2024 – börn 7, 8, 9 og 10 ára

Góumót JR 2024 sem er opið öllum klúbbum verður haldið laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. Mótið sem fyrst var haldið árið 2009 hefur jafnan verið fjölmennt en það er hugsað sem æfingamót fyrir aldursflokka U8, U9, U10 og U11 (7, 8,9 og 10 ára) og fá allir þátttakendur verðlaun. Skráning er til miðnættis 19. febrúar í skráningarkerfi JSÍ og sjá forsvarsmenn klúbba um allar skráningar. Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir vigtaðir á milli kl. 12:00 og 12:30 og mótið hefst svo kl. 13:00 og áætluð mótslok kl. 15:00. Nánari tímasetning að lokinni skráningu. Muna að mæta með börnin á tilgreindum tíma í vigtunina svo enginn missi af þátttöku og mótið geti hafist samkvæmt áætlun. Hér er umfjöllun og myndir frá Góumótinu 2023.

Danish Open 2024 – Alli með bronsverðlaun

Danish Open 2024 var haldið dagana 10-11 febrúar í Vejle og voru þátttakendur frá Íslandi tíu auk þjálfara og fararstjóra. Flestir þátttakendurnir kepptu í tveimur aldursflokkum, fyrri daginn í U18 eða senioraflokki og seinni daginn í U21 árs. Frá JR tóku þátt þau Veronika Komendera -57 kg, Jónas Guðmundsson -66 kg, Romans Psenicnijs og Daron Hancock -73 kg, Mikael Ísaksson og Aðalsteinn Björnsson -81 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg flokki. Frá KA komu þeir Birkir Bergsveinsson og Samir Jónsson báðir í -66 kg flokki og frá JRB Daníel Árnason einnig í -66 kg flokki. Þjálfari með hópnum var Zaza Simonishvili og Ari Sigfússon fararstjóri. Aðalsteinn Björnsson náði bestum árangri en hann hreppti bronsverðlaunin í U21 árs aldursflokki og Skarphéðinn Hjaltason varð í 7 sæti í U21. Í gær keppti Romans um bronsverðlaunin í U18 -73 kg flokki en tapaði og endaði því í 5. sæti og Weronika varð í 7. sæti í U18 -57 kg. Hér neðar er mynd af JR hópnum á síðustu æfingu áður en lagt var af stað til Danmerkur og Aðalsteini á verðlaunapallinum. Að loknu móti taka við tveggja daga æfingabúðir. Hér má finna úrslitin og hér er linkur á YouTube rás mótsins og hér er bronsglíman hans Alla.

Afmælismót JSÍ yngri 2024 – Úrslit

Afmælismót JSÍ 2024 í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 3. febrúar. Keppendur voru fimmtíu og tveir frá sex klúbbum og þar af voru tuttugu og níu frá JR og unnu þeir til níu gullverðlauna, tólf silfurverðlauna og sex bronsverðlauna. Þetta var flott mót með fullt af flottum viðureignum og gaman að sjá hve margir nýjir keppendur voru á meðal þátttakenda og hve vel þeir stóðu sig. Mótsstjórn og tímavarsla var í höndum Ara Sigfússonar og Mikaels Ísakssonar og um dómgæslu sáu þeir Sævar Sigursteinsson, Yoshihiko Iura, Gunnar Jóhannesson, Breki Bernharðsson og Aðalsteinn Karl Björnsson. Hér má sjá úrslitin og hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum og frá mótinu. 

Paris Grand Slam 2024

Paris Grand Slam 2024 sem er eitt allra sterkasta judomót heims, fer fram dagana 2- 4 febrúar og verða þeir Karl Stefánsson og Kjartan Hreiðarsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara á meðal þátttakenda. Einnig stóð til að Hrafn Arnarsson myndi keppa en því miður lagðist hann í flensu eins og Kjartan í síðustu viku og missir því af mótinu. Búið er að draga og eru skráðir þátttakendur 621 frá 107 þjóðum 365 karlar og 256 konur. Kjartan (-73 kg) keppir á laugardaginn og á hann fyrstu glímu á velli eitt og mætir hann Rashid Mammadaliyev (AZE) sem er í 37. sæti á Wrl. Hrafn átti einnig að keppa á laugardaginn og hefði þá mætt Mohamed Rebahi (QAT) í þriðju glímu á velli tvö en hann er í 223 sæti á Wrl. Karl keppir á sunnudaginn og á hann 9. glímu á velli þrjú í +100 kg flokki og mætir hann Erik Abramov (GER) sem er í 23. sæti á Wrl. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv sem hefst kl. 8 að morgni alla dagana á okkar tíma.

Nokkrar kyu gráðanir í JR

Nokkrar gráðanir fóru fram í vikunni í aldursflokkum 15 og eldri, 11-14 ára og 7-10 ára og stóðust allir þátttakendur prófið með ágætum. Í aldursflokki 11-14 ára fékk Jóhann Áki Jónsson græna beltið (3. kyu), Benjamín Blandon appelsínugult belti (4. kyu) og þau Bjartmar Óli Jónsson, Gústav Kjærnested, Orri Hjálmarsson og Karólína Atladóttir fengu gult belti (5. kyu). Þær Freyja Mjöll Friðgeirsdóttir og Sigdís Anna Tryggvadóttir sem eru í 7-10 ára aldursflokki fengu bláa strípu í beltið sem er sú næstsíðasta hjá þeim en á ellefta ári fá þær líka gult belti. Í aldursflokki 15 ára og eldri fengu þeir Aron Feykir Heiðarsson, Gabríel Jóhannesson, Sigurður Már Sigurgeirsson, Daníel Ísar Hákonarson og Bjarnsteinn Örn Hilmarsson appelsínugula beltið. Fleiri gráðanir verða haldnar á næstu vikum. Til hamingju með áfangann.

Afmælismót JSÍ 2024 – yngri aldursflokkar

Afmælismót JSÍ 2024 í yngri aldursflokkum U13 (11-12 ára) U15 (13-14 ára) U18 (15-17 ára) og U21 (15-20 ára) verður haldið laugardaginn 3. febrúar hjá Judofélagi Reykjavíkur og hefst það kl 13:00. Vigtun fer fram í JR föstudaginn 2. feb. frá 18-19:30 en einnig er hægt að mæta í vigtun á keppnisdegi frá kl. 12:00 – 12:30. Nánari upplýsingar hér.

Reykjavík Judo Open 2024 – úrslit

Reykjavík Judo Open 2024 var haldið 27. janúar 2024 og var það í tólfta sinn sem JSÍ stendur fyrir því. Þátttakendur voru tæplega fimmtíu frá tíu þjóðum. Íslendingar stóðu sig vel og unnu til fjölda verðlauna en JR ingar sem voru fjölmennir á mótinu unnu tvenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og sex bronsverðlaun, Judodeild Ármanns vann eitt gull, eitt silfur og ein bronsverðlaun og Judofélag Suðurlands ein bronsverðlaun. Hér má finna úrslitinresults og hér er linkur á útsendingu RÚV frá brons og úrslita viðureignum.

Fyrri úrslit:
20132014201520162017201820192020202120222023, 2024

Grand Prix Portugal 2024

Grand Prix Portugal 2024 fer fram dagana 26-28 janúar og verða þeir Karl Stefánsson og Hrafn Arnarsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara á meðal þátttakenda. Einnig stóð til að Kjartan Hreiðarsson myndi keppa en því miður lagðist hann í flensu og komst ekki með. Búið er að draga í alla flokka og eru skráðir þátttakendur 624 frá 90 þjóðum 344 karlar og 280 konur. Hrafn keppir í –81 kg flokki á laugardaginn og á hann 4. glímu á velli tvö og mætir Mylonelis Athanasios (GRE) sem er í 87. sæti á Wrl. Karl keppir á sunnudaginn og á hann 39. glímu á velli tvö í +100 kg flokki. Hann situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo annaðhvort Diaby Tieman (FRA) sem er í 208 sæti á Wrl. eða Cesarino Joao (BRA) sem er í 37. sæti á Wrl. Þó svo að Kjartan sé ekki á meðal keppenda þá hefur hann engu að síður verið dreginn í -73 kg flokkinn og hefði þá mætt Ardina Vinicius (BRA) sem er í 164. sæti á Wrl. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv sem hefst kl. 8 í fyrramálið á okkar tíma.

Reykjavík Judo Open 2024

Judosamband Íslands (JSÍ) heldur nú í tólfta sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur og fer það fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar. Mótið hefst með forkeppni frá 9:30 til 12:00. Brons, úrslitaglímur og opinn flokkur verða svo á dagskrá frá kl. 13:00 til 15:30. Á þetta mót hafa í gegnum tíðina komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum bæði heims og Ólympíuverðlaunahafar. Keppendur í ár eru frá ellefu þjóðum sem eru, CYP, DEN, FAR, FRA, GBR, GRE, HUN, POL, POR, UKR og ISL. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV frá kl. 13:00 -15:00 en auk þess mun JSÍ streyma frá mótinu. Hér er hægt að fylgjast með keppninni.

Vigtun fer fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 26. jan. og er hún unofficial frá 17:00 til 18:00 og official frá 18:00 til 19:00.

Fyrri úrslit:
20132014201520162017201820192020202120222023

Emma og Orri komin með 1. kyu

Þau Emma Tekla Thueringer og Orri Snær Helgason tóku gráðupróf fyrir 1. kyu (brúnt belti) síðastliðinn laugardag og stóðust prófið með glæsibrag og ekki við öðru að búast enda búin að æfa judo nánast hálfa ævi sína en Emma byrjaði 7 ára gömul haustið 2016 að æfa hjá JR og Orri 9 ára gamall haustið 2018. Til gamans þá er hér neðar mynd sem tekin var af þeim fyrir fjórum árum þegar þau tóku sitt fyrsta belti, gula beltið í janúar 2020. Þau munu bæði taka þátt í Reykjavík Judo Open sem er seniora mót og haldið verður næsta laugardag í Laugardalshöllinni og verða þau þar á meðal yngstu þátttakenda. Til hamingju með áfangann.