EYOF 2025 var haldið í Skopje í Makedoníu dagana 20-26 júlí. Keppendur í judo voru 338 frá 44 þjóðum 183 karlar og 155 konur. Í judokeppninni voru fjórir þátttakendur frá Íslandi þau Eyja Viborg -52 kg, Helena Bjarnadótir -63 kg, Jónas Guðmundsson -73 kg og Viktor Kristmundsson +90 kg og með þeim var Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Judokeppnin á EYOF er og hefur alltaf verið gríða sterk og ekki auðvelt að komast áfram en á sama tíma mjög gott mót til að bera sig saman við þá bestu í þessum aldursflokki. Eyja Viborg komst lengst okkar keppenda en hún sigraði heimamann í fyrstu viðureign á fallegu ippon kasti. Í annari viðureign varð hún að játa sig sigraða en fékk uppreisnarglímu þar síðasti andstæðingur hennar komst í fjórðungs úrslit en því miður tapaði hún þeirri viðureign og endaði 9-12 sæti. Við höfum ekki átt marga keppendur í kvennaflokki á EYOF fram að þessu og var þetta var í fyrsta skipti sem við vinnum viðureign í þeim flokki. Aðrir keppendur okkar töpuðu í fyrstu viðureign en fengu ekki uppreisnarglímu þar sem andstæðngar þeirra sem þau töpuðu fyrir komust ekki nógu langt áfram í keppninni. Jónas tapaði í fastataki sem og Helena en Viktor átti mjög fína glímu en tapaði á wazaari að loknum fullum glímutíma. Á einu augnabliki í glímunni náði Viktor flottu ippon kasti og hefði þar með unnið viðureignina ef það hefði verið gilt en dómarin hafði á sama augnabliki kallað matte og kastið því ekki gilt því miður. Nánari upplýsingar um mótið má finna á vef IJF á JudoTV og hér er stutt videoklippa frá viðureignum okkar manna.



