Copenhagen Open 2025

Copenhagen Open 2025 verður haldið dagana 18 og 19 apríl en þetta er alþjóðlegt mót og eru skráðir keppendur tæplega 900 frá 13 þjóðum, ISL, CZE, BEL, DEN, FRA, FRO, GBR, GER, LAT, LTU, NED, NOR, SWE. Keppendur frá Íslandi eru fjörtíu og tveir úr þremur klúbbum, JR, UMFS og Tindastóli. Frá JR eru tuttugu og einn keppandi sem keppa munu í aldursflokkunum U10, U12, U15, U18 og 18 ára og eldri. Keppendi JR í U10 eru Ea Kjærnested í U12 eru Freyja Friðgeirsdóttir, Jonathan Noah, María Guðmundsdóttir og Röskva Rúnarsdóttir. Í U15 eru Benjamín Blandon, Fannar Þormóðsson, Gústav Kjærnested, Jóhann Jónsson, Karólína Atladóttir, Orri Hjálmarsson og Snjólaug Helgadóttir. Í aldursflokkum U18 og +18 ára keppa þeir Bjarnsteinn Hilmarsson, Daníel Hákonarson, Dagur Ingibergsson, Gunnar Tryggvason, Jónas Guðmundsson, Kolmar Jónsson, Mikael Ísaksson, Orri Helgason og Viktor Kristmundsson. Með hópnum fara þrír þjálfarar þeir Bjarni Friðriksson, Guðmundur Jónasson og Þormóður Jónsson og fararstjórar eru þeir Alfreð Atlason, Helgi Einarsson og Hilmar Arnarson og auk foreldra sem verða þeim til aðstoðar.

Föstudaginn 18. apríl hefst keppnin kl. 9 í aldursflokkum U10 og U12 og um klukkan 12 hefst svo keppnin í U18 ára. Laugardaginn 19. apríl hefst keppnin kl. 9 í aldursflokki U15 og um kl. 13 hefst svo keppnin hjá 18 ára og eldri.

Hér er keppendalistinn og hér er hægt er að fylgjast framvindu mótsins og finna úrslitin og horfa á beina útsendingu.

Myndin hér neðar var tekin á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var síðustu helgi og eru flestir á þeirri mynd sem keppa munu á Copenhagen Open 2025.

Páskafrí frá og með 17. apríl

Það styttist í páskafrí hjá okkur en það verða æfingar í dag og á morgun miðvikudag en páskafrí hefst svo í öllum aldursflokkum á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2025

Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2025 verður haldið sunnudaginn 27. apríl í Laugardalshöllinni. Allir bestu judomenn og konur landsins verða með. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 og úrslitin í þeim flokkum hefjast svo kl. 13:00 og opinn flokkur karla og kvenna strax á eftir og mótslok áætluð um kl. 15:00. Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin. Hlekkir á beina útsendingu og úrslit verða settir hér inn á keppnisdegi. Dagskráin verður uppfærð ef á þarf að halda að loknum skráningarfresti sem er mánudagurinn 21. apríl.

Frábær árangur á ÍM yngri 2025

Íslandsmeistaramótið í yngri aldursflokkum fór fram Laugardaginn 12. apríl hjá Judodeild Ármanns. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Keppendur voru níutíu og sjö frá tíu klúbbum og hefur þátttakan aukis verulega frá því í fyrra en þá voru keppendur sjötíu og fimm. Keppt var á tveimur völlum þar sem margar spennandi og flottar viðureignir litu dagsins ljós og enduðu margar á glæsilegum ippon köstum. Þátttakendur frá JR voru þrjátíu og þrír og unnu þeir alls tuttugu gullverðlaun, átta silfur og þrenn bronsverðlaun og voru flestir að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla og örugglega ekki þá síðustu. Til hamingju með árangurinn. Mótið var vel heppnað en það hófst kl. 11 og lauk um kl. 15. Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum og frá mótinu, stutt videoklippa og úrslitin

Páskamót JR 2025

Páskamót JR og Góu verður haldið laugardaginn 26. apríl og nú í tuttugusta skiptið og er mótið opið öllum klúbbum eins og venjulega. Skráning í skráningarkerfi JSÍ og er skráningarfrestur til miðnættis þriðjudagsins 22. apríl og sjá klúbbarnir um að skrá þátttakendur ekki foreldrar. Keppt verður í aldursflokkum 7-10 ára frá kl. 12-14 (vigtun frá 10:30-11:00) og 11-14 ára frá 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Ef breytingar verða á dagskránni þá verða þær birtar hér að loknum skráningarfresti. Sama dag verður Páskamót JR fyrir börn 5-6 ára haldið á æfingatíma þeirra frá 10-11 og er það eingöngu innanfélagsmót. Myndin hér að ofan er frá Páskamótinu 2024 en hér má sjá úrslitin 2024 og  video klippu.

NM 2025

Góðan daginn Kæra Judofólk

JSÍ mun skipuleggja ferð á Norðurlandameistaramótið í Judo 2025 sem fram fer daganna 10-11 maí. Áætlað er að fljúga út á föstudeginum 9. maí og heim aftur á sunnudagkvöldið 11. maí.

Mótið fer fram í Brondby (sem er grennd við Kaupmannahöfn) í Danmörku.

Keppni í flokkum U18 og Senior fer fram 10.maí,  en keppni í flokkum Veterans og U21 fara fram á 11. maí

Í ár mun JSÍ mun ekki geta styrkt keppendur til þátttöku á mótinu, en engu síður mun JSÍ skipuleggja ferð og sjá um farastjórn. Þjálfari ferðarinnar er Zaza Simonisvhili og Þormóður Jónsson mun sjá um farastjórn.

Áætlaður heildarkostnaður á hvern keppenda er áætlaður um 130.000 kr.  Innifalið er flug, hotel (tvær nætur) lest frá flugvelli í Danmörku og keppnisgjöld. Ath ef áhugi er fyrir því að taka þátt í æfingbúðum að loknu móti þarf að tilgreina það sérstaklega.

Vinsamlega staðfestið þátttöku ekki seinna en 14. Apríl. Greiða þarf staðfestingargjald 65.000kr samhliða skráningu þann 14. apríl. Leggja skal inn á reikning kt:450274-0709 reikn:323-26-202

Afgangur upphæðarinnar verður gerður að lokinni þátttöku.

Athugið að staðfesting er fjárhagslega bindandi.

Sendið upplýsingar um nafn, aldursflokk og þyngdarflokk keppenda.

Nánari upplýsingar um skipulag mótsins má finna í hjálögðuskjali.

Nánari upplýsingar um ferðaáætlun verður send Þegar nær dregur.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega sendið á jsi@jsi.is eða thormodur@jsi.is

Með bestu kveðju / Best regards

Þormóður Á. Jónsson
Judosamband Íslands / Judo Federation of Iceland

Afreksstjóri / director of performance
jsi@jsi.is / (+354) 6923595

Íslandsmeistaramót yngri 2025

Íslandsmót í yngri aldursflokkum (U13 , U15, U18 og U21) verður haldið hjá Judodeild Ármanns í Laugardal, laugardaginn 12. apríl og hefst kl. 11:00 og áætluð mótslok verða um kl. 15:00.

Keppni U13, U15 og U18 hefst kl. 11 og ætti að ljúka um kl. 13. Keppni í aldursflokki U21 hefst svo hefst svo kl. 13:00 og mótslok um kl 15:00.

Vigtun fyrir alla aldursflokka er hjá JR föstudaginn 11. apríl frá kl. 18-18:30 og einnig á keppnistað á keppnisdegi frá kl. 9:30 – 10:00 og er það einnnig fyrir alla aldursflokka.

Sjö gull á Vormóti JSÍ 2025

Vormót JSÍ 2025 í seniora flokkum var haldið laugardaginn 5. apríl í nýstandsettum glæsilegum æfingasal Judodeildar ÍR og hófst það kl. 12 og lauk um kl. 15:30. Keppendur voru fjörtíu og einn frá fimm klúbbum. Töluvert var um nýja keppendur sem og yngri sem æft hafa í mörg ár og eru að ganga upp í eldri aldursflokka. Keppnin var mjög skemmtileg á að horfa, mikið af fallegum ippon köstum og spennandi viðureignum. JR- ingar voru hlutskarpastir og unnu öll gullverðlaunin sex sem í boði voru í karlaflokki og ein gullverðlaun í kvennaflokki og JS (Judofélag Suðurlands) tóku tvenn gullverðlaun í kvennaflokkum.

Starfsmenn mótsins voru Aleksandra Lis, Ásgeir Ásgeirsson, Gísli Egilson og Magnús Sigurjónsson og dómarar voru þeir Björn Sigurðarson, Breki Bernhardsson, Gísli Egilson, Sævar Sigursteinsson, og Yoshihiko Iura.
Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum, frá mótinu, stutt videoklippa og hér eru úrslitin.

Vormót JSÍ 2025 – senioraflokkar

Vormót JSÍ 2025 í seniora flokkum karla og kvenna (15 ára og eldri) verður haldið hjá Judodeild ÍR, Skógarseli 12, 109 Reykjavík, laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Mótið hefst kl. 12 og áætlað var að því lyki kl. 15 en vegna mikillar þátttöku þarf að tvískipta því. Fyrri hluti mótsins hefst kl. 12 og ætti að ljúka um kl. 14:30 en þá verður keppt í -73, -81 og -100 kg flokkum karla. Seinni hluti hefst svo strax að lokinni keppni í fyrri hluta eða um kl. 14:30 með keppni í -66, -90 og +100 kg flokkum karla og -57, -63 og -70 kg flokkum kvenna. Mótslok áætluð um kl. 17. Verið mætt tímanlega því keppni í seinni hluta hefst eins fljótt og hægt er að lokinni keppni í fyrri hluta. Hér er stutt videoklippa frá mótinu 2024 og úrslitin.

JR með 18 gull á Vormóti JSÍ yngri 2025

Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U13, U15, U18, U21 árs) fór fram laugardaginn 22. mars á Akureyri í umsjón Judodeildar KA og voru það þeir Hans Rúnar Snorrason, Hermann Torfi Björgólfsson og Sigmundur Magnússon sem höfðu veg og vanda af því. Upphaflega átti einnig að keppa í senioraflokkum og á einum keppnisvelli eins og undanfarin ár en vegna óvenju mikillar þátttöku var það ekki hægt vegna tímaramma í íþróttahúsinu. Keppni í senioraflokki var því frestað til 5. apríl og bætt var við öðrum keppnisvelli til þess að tímaáætlun stæðist sem og gerðist og var mótið hið skemmtilegasta og gekk vel fyrir sig. Dómarar voru þeir Björn Sigurðarson, Breki Bernhardsson, Gísli Egilson, Gunnar Jóhannesson, Sævar Sigursteinsson og Yoshihiko Iura. Til Akureyrar var farið í tveimur rútum og voru keppendur frá JR tuttugu og einn og kepptu nokkrir þeirra í tveimur aldursflokkum. Með þeim voru þjálfarar JR þeir Guðmundur Björn Jónasson, Zaza Simonishvili og Bjarni Friðriksson og auk þeirra nokkrir foreldrar keppenda sem sáu um aksturinn og fararstjórn þeir Alfreð Atlason, Helgi Einarsson, Hilmar Arnarson og Pétur Kjærnested. JR- ingar áttu frábæran dag og unnu samtals til átján gullverðlauna, sjö silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Til hamingju með árangurinn. Hér eru úrslitin og stutt videoklippa. Mótið var í beinni útsendingu Völlur 1 og Völlur 2.