Matsumae Cup 2025

Keppa á Matsumae Cup um helgina. Matsumae Cup er haldið í Vejle í Danmörku 15. og 16 feb. og eru 19 keppendur frá Íslandi á meðal þátttakenda. Hér eru keppendurnir ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum nýlentir á Kastrup flugvelli. Á myndina hér ofar vantar fjóra sem bættust við hópinn síðar.

Hér er hægt að fylgjast með keppninni og sjá úrslitin

Hér er hægt að horfa á beina útsendingu.

Myndir og frekari upplýsingar um mótið koma seinna.

Góumót JR 2025

Góumót JR 2025 sem er opið öllum klúbbum verður haldið laugardaginn 22. febrúar næstkomandi. Mótið sem fyrst var haldið 2009 hefur jafnan verið fjölmennt en það er hugsað sem æfingamót fyrir aldursflokka U8, U9, U10 og U11 (7, 8,9 og 10 ára) og fá allir þátttakendur verðlaun. Skráning er til miðnættis 17. febrúar í skráningarkerfi JSÍ og sjá forsvarsmenn klúbba um allar skráningar og greiðslu þátttökugjalda. Vigtun verður frá kl. 12:30 til 13:00 og keppnin hefst svo eins fljótt og hægt er að lokinni vigtun og ekki seinna en kl. 14:00 og ætti að ljúka um kl. 16:00. Nánari tímasetning að lokinni skráningu. Muna að mæta með börnin á tilgreindum tíma í vigtunina svo enginn missi af þátttöku og mótið geti hafist samkvæmt áætlun. Hér er umfjöllun og myndir frá Góumótinu 2024.

Afmælismót JSÍ 2025 – U13/U15 – Úrslit

Afmælismót JSÍ 2025 í aldursflokkum U13 og U15 var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 8. febrúar. Upphaflega átti að keppa 1. febrúar og þá einnig í U18 og U21 árs aldursflokkum en keppni var frestað vegna veðurs og keppni í U18 og U21 var frestað lengur þar sem of stutt er í Matsumae Cup og fjölmargir frá Íslandi verða þar á meðal þátttakenda. Keppendur í U13/U15 voru fjörtíu og tveir frá átta klúbbum. JR var með tíu keppendur og unnu þeir níu gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Mótið var skemmtilegt og passlega langt en það hófst kl. 13 og lauk kl 15. Fullt var af flottum viðureignum sem enduðu margar hverjar á glæsilegum ippon köstum. Gaman var að sjá hve margir nýjir keppendur voru á meðal þátttakenda og hve vel þeir stóðu sig. Mótsstjórn og tímavarsla var í höndum Ara Sigfússonar og Jóhanns Mássonar og um dómgæslu sáu þeir Björn Sigurðarson, Gunnar Jóhannesson, Breki Bernharðsson, Ármann Þór Sveinsson, Kolmar Jónsson og Jónas Björn Guðmundsson. Hér má sjá úrslitin og myndir af verðlaunahöfum en fleiri myndir eru væntanlegar og videoklippa. 

Afmælismót JSÍ 2025 hjá U13 og U15 ára

Afmælismóti JSÍ í yngri flokkum sem átti að farar fram 1. febrúar og var frestað vegna veðurs verður haldið laugardaginn 8. febrúar en aðeins í aldursflokkum U13 og U15. Keppni í aldursflokkum U18 og U21 verður síðar en dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Afmælismót JSÍ 2025 í U13 (11-12 ára) U15 (13-14 ára) verður haldið laugardaginn 8. febrúar hjá Judofélagi Reykjavíkur og hefst það kl. 13 og mótslok áætluð um kl. 15. Vigtun fer fram á keppnisdegi á keppnisstað frá 11:30 -12:00 og má keppandi í þessum aldursflokkum vera mest 1. kg yfir þyngdarflokk sínum. Ef tímasetningar breytast verður það auglýst en það kemur í ljós að loknum skráningarfresti sem er til miðnættis miðvikudagsins 5. feb.

Afmælismót JSÍ 2025 – yngri flokkar

Afmælismót JSÍ 2025 í yngri aldursflokkum U13 (11-12 ára) U15 (13-14 ára) U18 (15-17 ára) og U21 (15-20 ára) verður haldið laugardaginn 1. febrúar hjá Judofélagi Reykjavíkur og er áætlað að það hefjist kl. 12 og mótslok um kl. 15. Vigtun fer fram í JR föstudaginn 31. jan. frá 18-19 en einnig verður hægt að mæta í vigtun á keppnisdegi frá kl. 10:30 – 11:00. Ef tímasetningar breytast verður það auglýst en það kemur í ljós að loknum skráningarfresti.

Úrslit Reykjavík Judo Open 2025

Reykjavík Judo Open 2025 var haldið 25. janúar 2025 og var það í þrettánda sinn sem JSÍ stendur fyrir því. Þátttakendur voru fimmtíu og sjö frá tíu þjóðum. Danir voru sigurvegarar mótsins með þrenn gullverðlaun, fjögur silfur og tvenn bronsverðlaun. Þar á eftir komu Bretar síðan Norðmenn og keppendur Íslendinga í fjórða sæti með eitt gull, þrjú silfur og átta bronsverðlaun. JR ingar sem voru fjölmennir á mótinu með sextán keppendur unnu ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og átta bronsverðlaun og Judofélag Suðurlands vann til silfurverðlauna í -100 kg flokki. Hér eru úrslitin / results og hér er linkur á útsendingu frá öllu mótinu, völlur 1 og völlur 2 og hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum. Videoklippa og fleiri myndir væntanlegar.

Úrslit fyrri ára:
2013201420152016201720182019202020212022202320242025

Reykjavík Judo Open 2025

Judosamband Íslands (JSÍ) heldur nú í þrettánda sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur og fer það fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar. Mótið hefst kl. 12:00 með keppni í öllum þyngdarflokkum og brons og úrslitaglímur hefjast svo um kl. 14:30 og ætti að ljúka um kl. 15:00. Að lokinni verðlaunaafhendingu hefst keppni í opnum flokki karla og kvenna um kl. 15:30 og mótslok kl. 17:00.

Keppt verður í öllum flokkum karla en í kvennaflokki verða 52 kg og 57 kg flokkar sameinaðir í einn flokk -57 kg og einnig verða -63 kg flokkurinn og – 70kg flokkurinn sameinaðir í einn flokk -70 kg.

Á þetta mót hafa í gegnum tíðina komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár eru erlendu keppendurnir um þrjátíu frá tíu þjóðum auk Íslands en þær eru BRA, DEN, FRO, GBR, GRE, NOR, POL, POR, SRB, UKR og eru skráðir keppendur alls sextíu. JSÍ mun streyma frá mótinu og verður linkur settur hér inn um leið og hægt er og hér verður hægt að fylgjast með framvindu mótsins.

Vigtun fer fram hjá Judofélagi Reykjavíkur föstudaginn 24. jan. frá 16:00 til 18:00.

Á sunnudaginn verður sameiginleg æfing með erlendu keppendunum frá kl. 10-12 og verður æfingin haldin hjá Judodeild Ármanns.

Fyrri úrslit:
201320142015201620172018201920202021202220232024, 2025

Reykjavík Judo Open 2025 will be held Saturday 25th in Laugardalshöll and begin at 12:00. Bronze match and finals will be from 14:30 to 15:00 and after medal ceremony we start competition in open category men and women at 15:30 and expected to be finish at 17:00.

There will be competition in all men’s category but in women’s category we unfortunately have to combine -52 kg and -57 kg categories and -63 kg and -70 kg categories.

Weigh in is from 16:00 to 18:00 at Judofélag Reykjavíkur at Ármúli 17

There will be training with all competitors on Sunday morning from 10-12 at Judodeild Ármanns which is located right next to the sport hall.

Keppendalisti/Competitors 2025

OTC Mittersill 2025

Í vikunni fóru til Austurríkis ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara þeir Aðalsteinn Björnsson, og Skarphéðinn Hjaltason og taka þeir þar þátt í árlegum OTC æfingabúðum í Mittersill. OTC Mittersill eru líkast til sterkustu æfingabúðir sem haldnar eru ár hvert í heiminum en þær sækja alla jafnan bestu judomenn og konur heims. Þetta ætti að vera góður undirbúningur strákanna fyrir verkefni vetrarins en næsta mót er Reykjavík Judo Open (RIG) sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. janúar. Hér má finna myndir frá OTC Mittersill.

Skarphéðinn Hjaltason íþróttakarl Mosfellsbæjar 2024

Skarp­héð­inn hóf að æfa judo hjá Judoó­fé­lagi Reykja­vík­ur ell­efu ára gam­all og er nú, níu árum síð­ar, orð­inn einn besti og öfl­ug­asti ju­dom­að­ur lands­ins. Hann náði mjög góð­um ár­angri á ár­inu, varð Ís­lands­meist­ari bæði í -90 kg flokki karla og opn­um flokki karla.

Skarp­héð­inn fékk silf­ur­verð­laun á Norð­ur­landa­meist­ara­mót­inu í Sví­þjóð, bæði í karla­flokki og í U-21 árs flokki karla, og á al­þjóð­legu móti í Dan­mörku, Copen­hagen Open, vann hann einn­ig til silf­ur­verð­launa.

Judosamband Íslands valdi Skarp­héð­inn ju­dom­ann árs­ins 2024 og var hann einnig kjörinn judomaður JR 2024. Skarphéðinn er þekkt­ur fyr­ir mikla vinnu­semi og metn­að, sem hef­ur skilað sér í stöð­ug­um fram­förum og ár­angri á bæði inn­lend­um og al­þjóð­leg­um vett­vangi.

Keppnis og æfingaferð til Póllands

Hópur keppenda úr JR lagði af stað til Póllands í gær og munu keppa næsta laugardag í aldursflokkum U11/U13/U18 á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala. Þetta mót er fjölmennt og sterkt og keppt á tólf völlum og keppendur tæplega þrettán hundruð frá tíu þjóðum. Eftir mót taka þau þátt í æfingabúðum og munu einnig heimsækja nokkra klúbba og taka æfingu með þeim. Þetta er í þriðja skiptið sem JR tekur þátt í þessu móti og hefur Janusz Komendera haft veg og vanda af því. Þátttakendur í ár eru, Daníel Hákonarson, Jónas Guðmundsson, Orri Helgason, Sigurður Sigurgeirsson, Viktor Kristmundsson, Weronika Komendera, María Guðmundsdóttir og Adam Komendera. Þjálfarar og fararstjórar eru Janusz Komendera, Helgi Einarsson, Gabríela Hobrzyk og Halldóra Halldórsdóttir og einnig er Snjólaug Helgadóttir með í för. Á meðfylgjandi myndum vantar Janusz og Adam þar sem þeir fóru út nokkrum dögum fyrr. Hér er linkar á mótin 2020 / 2020 og 2023 en þar voru nokkrir þátttakendur sem einnig eru með núna og gaman að sjá myndir af þeim þá og nú. Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.