Baltic Sea Championship 2024

Um helgina verða sex keppendur frá JR á meðal þátttakenda á alþjóðlegu móti í Finnlandi, Baltic Sea Championships sem haldið verður í Orimattilla dagana 6-8 des. Allir keppendur okkar keppa í tveimur aldursflokkum U20 ára og U17 nema Daron en hann keppir í U20 og seniora flokki. Keppendur okkar eru, Elías Þormóðsson og Orri Helgason sem keppa í -66 kg flokki, Daron Hancock, Gunnar Tryggvason og Jónas Guðmundsson sem keppa í -73 kg flokki og Viktor Kristmundsson sem keppir í +90 kg í U17 og -100 kg í U20. Þjálfarar og fararstjórar eru þeir Zaza Simonishvili, Þormóður Jónsson og Helgi Einarsson. Hér eru nánari upplýsingar um mótið.

Baltic Sea Championship er afar sterkt mót en skráðir keppendur eru 675 frá ellefu þjóðum. Fyrir utan keppendur frá norðurlöndunum eru keppendur frá Brasilíu, Eistlandi, Þýskalandi, Ísrael, Lettlandi og Póllandi. Keppt er í aldursflokkum, U15, U17, U20 og seniora. Laugardaginn 7.des. verður keppt í U15 og U20 ára aldursflokkum og á sunnudaginn í U17 og senioraflokkum. Hér er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.