Afmælismót JSÍ 2026 U18/SEN – Úrslit

Afmælismót JSÍ 2026 í aldursflokki U18 og senioraflokkum var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 24. janúar. Frá 2013 hefur Afmælismót seniora verið sameinað Reykjavík Judo Open sem er opið alþjóðlegt mót en því miður féll það niður í ár. Það voru rúmlega fjörtíu keppendur skráðir til leiks frá sex klúbbum og ánægjulegt að sjá allmarga nýliða spreyta sig sem stóðu sig vel. Mótið gekk vel fyrir fyrir sig, margar frábærar viðureignir sem enduðu oft á glæsilegum ippon köstum sem sjá má í meðfylgjandi videoklippu. Mótsstjórn var í höndum Ara Sigfússonar og tímaverðir voru þeir Gunnar Tryggvason og Viktor Kristmundsson og um dómgæslu sáu þeir Ármann Sveinsson, Björn Sigurðarson, Gunnar Jóhannesson og Yoshihiko Iura. Hér eru úrslitin  myndir af verðlaunahöfum og frá keppninni og videoklippan.