Afmælismót JSÍ 2025 – U13/U15 – Úrslit

Afmælismót JSÍ 2025 í aldursflokkum U13 og U15 var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 8. febrúar. Upphaflega átti að keppa 1. febrúar og þá einnig í U18 og U21 árs aldursflokkum en keppni var frestað vegna veðurs og keppni í U18 og U21 var frestað lengur þar sem of stutt er í Matsumae Cup og fjölmargir frá Íslandi verða þar á meðal þátttakenda. Keppendur í U13/U15 voru fjörtíu og tveir frá átta klúbbum. JR var með tíu keppendur og unnu þeir níu gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Mótið var skemmtilegt og passlega langt en það hófst kl. 13 og lauk kl 15. Fullt var af flottum viðureignum sem enduðu margar hverjar á glæsilegum ippon köstum. Gaman var að sjá hve margir nýjir keppendur voru á meðal þátttakenda og hve vel þeir stóðu sig. Mótsstjórn og tímavarsla var í höndum Ara Sigfússonar og Jóhanns Mássonar og um dómgæslu sáu þeir Björn Sigurðarson, Gunnar Jóhannesson, Breki Bernharðsson, Ármann Þór Sveinsson, Kolmar Jónsson og Jónas Björn Guðmundsson. Hér má sjá úrslitin og myndir af verðlaunahöfum en fleiri myndir eru væntanlegar og videoklippa.