Afmælismót JSÍ 2025 hjá U13 og U15 ára

Afmælismóti JSÍ í yngri flokkum sem átti að farar fram 1. febrúar og var frestað vegna veðurs verður haldið laugardaginn 8. febrúar en aðeins í aldursflokkum U13 og U15. Keppni í aldursflokkum U18 og U21 verður síðar en dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Afmælismót JSÍ 2025 í U13 (11-12 ára) U15 (13-14 ára) verður haldið laugardaginn 8. febrúar hjá Judofélagi Reykjavíkur og hefst það kl. 13 og mótslok áætluð um kl. 15. Vigtun fer fram á keppnisdegi á keppnisstað frá 11:30 -12:00 og má keppandi í þessum aldursflokkum vera mest 1. kg yfir þyngdarflokk sínum. Ef tímasetningar breytast verður það auglýst en það kemur í ljós að loknum skráningarfresti sem er til miðnættis miðvikudagsins 5. feb.