Judofélag Reykjavíkur (JR) sem verður 60 ára á árinu en það var stofnað var 16. okt. 1965 hélt sitt árlega Afmælismót 11. okt. síðastliðinn í yngri aldursflokkum. Mótið hófst kl. 13 og áætlað var að því myndi ljúka kl. 16 en vegna aukinnar þátttöku lauk því ekki fyrr en kl. 17. Á þessu móti er keppt í aldursflokkum frá 7 til 14 ára og engin gráðuskilyrði og einnig var “keppt” í aldursflokki 5-6 ára á æfingu barna hjá JR fyrr um morguninn. Eins og áður sagði var þátttaka mikil eða rétt tæplega eitt hundrað þátttakendur með börnunum í 5-6 ára aldursflokki og hafði hún því aukist um 50% frá 2024 en þá voru þeir sextíu og fimm. Keppendur komu frá átta eftirfarandi klúbbum, Judodeild Ármanns, Judodeild Grindavíkur, Judodeild Selfoss, Judodeild Suðurnesjabæjar, Judodeild Tindastóls Judofélagi Garðabæjar, Judofélagi Reykjanesbæjar auk JR en þátttökufjölda má sjá hér. Keppnin var bæði skemmtileg og oft á tíðum spennandi og fullt af flottum viðureignum og gaman að fylgjast með tilþrifum hjá þessum ungu keppendum. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon, Jóhann Másson, Daníel Hákonarson og Bjarni Friðriksson sem sáu um vigtun og mótsstjórn, dómarar voru þau Weronika Komendera, Jónas Guðmundsson, Viktor Kristmundsson, Kolmar Jónsson og Björn Sigurðarson IJF dómari sem var þeim til halds og trausts og kunnum við honum okkar bestu þakkir. Þeir Zaza Simonishvili, Guðmundur Jónasson, Höskuldur Einarsson, Daníela Daníelsdóttir og Sólrún Steinarsdóttir héldu utan um keppendur JR-inga. Þar sem við vorum komin í tímaþröng voru verðlaun í aldursflokkum 7-10 ára ekki afhent fyrir hvern þyngdarflokk fyrir sig heldur voru þau afhent til alls keppendahópsin í einu lagi. Hér neðar eru myndir frá mótinu í öllum aldursflokum, hér eru úrslitin og video klippa.





































































































