Æfingahelgi JSÍ

Æfingabúðir JSÍ fóru fram dagana 12-14 september og voru haldnar hjá Judodeild Ármanns að þessu sinni. Þetta voru aðrar æfingabúðir JSÍ á árinu en þær fyrri voru haldnar hjá Judodeild ÍR dagana 2-4 maí s.l. Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari stjórnaði æfingunum sem voru blanda af randori og tækniæfingum en æfingabúðirnar voru hugsaðar sem undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil og eins og í maí ætlaðar U18/U21 og seniora aldursflokkum. Þátttakendur voru tæplega fjörtíu frá þremur klúbbum Ármanni, JR og JS. Hér er videoklippa frá æfingunni.