Það verður einungis æfing hjá 11-14 ára í JR á morgun föstudag en æfing hjá meistaraflokki fellur niður þar sem æfingahelgi JSÍ hefst á sama tíma og JR ingar munu taka þátt í henni.
Dagana 2-4 maí fara fram æfingabúðir JSÍ. Æfingabúðirnar munu saman standa af randori og tækniæfingum þar sem undirbúningur fyrir NM og Smáþjóðaleika verður hafður að leiðarljósi. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir iðkendur í U18 U21 og seniora flokkum. Eldri judomenn eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Æfingabúðirnar fara fram í: Íþróttamiðstöð ÍR, Skógarseli 12a 109 Reykjavík