Æfa í Róm

JR- ingarnir Ægir Valsson, Logi Haraldsson og Árni Lund héldu af stað í gær til Rómar og þar munu þeir taka þátt í OTC æfingabúðum frá 9-13 október. OTC æfingabúðirnar eru á vegum Evrópu júdó sambandsins og eru átta slíkar haldnar á ári hverju víðsvegar um Evrópu. Á þær koma ekki bara topp keppendur frá Evrópu heldur einnig flestir bestu judomenn heims frá öðrum heimsálfum svo þeir félagar fá frábært tækifæri á því að glíma við og læra af þeim bestu. Hér er eru upplýsingar um verkefnið OTC “GOING FOR GOLD” sem sett var af stað árið 2010.