Æfa í Gerlev í Danmörku

Á mánudaginn fóru fimm þátttakendur á æfingabúðirnar í Gerlev í Danmörku og verða þar út vikuna en æft verður tvisvar á dag. Öll Dönsku landsliðin (Seniors, Juniors og Cadett) verða með en auk þeirra er búist við um eitt hundrað þátttakendum víðs vegar úr Evrópu. Þau sem fóru frá Íslandi eru, Ásta Lovísa Arnórsdóttir, Breki Bernhardsson, Dofri Bragason, Edda Tómasdóttir og Ingunn Rut Sigurðardóttir.