Á þriðjudaginn lögðu af stað til Georgíu þeir Aðalsteinn Björnsson, Jónas Guðmundsson, Mikael Ísaksson og Skarphéðinn Hjaltason ásamt Zaza Simonishvili sem er frá Georgíu og munu þeir æfa í judoklúbbum í Tbilisi út júlí. Margir af bestu judomönnum heims koma einmitt frá Georgíu sem á marga evrópu, heims og Ólympíumeistara og eiga strákarnir örugglega eftir að sjá til og jafnvel æfa með einhverjum þeirra eins og Aðalsteinn í fyrra sumar þegar hann æfði meðal annars með Beka Gviniashvili og Luka Maisuradze.