Aðalfundur JR var haldinn 24. júní. Jón Hlíðar Guðjónsson formaður JR setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Gengið til dagskrár og kosnir fastir starfsmenn fundarins. Jóhann Másson var kosinn fundarstjóri og Eyjólfur Orri Sverrisson ritari. Fráfarandi stjórn flutti starfsskýrslu og lagði fram reikninga. Umræður um skýrslu og reikninga og fyrirspurnum svarað. Starfsskýrsla og reikningar bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. Engar tillögur lágu fyrir fundinum en undir liðnum önnur mál báru ýmis áhugaverð mál á góma og samþykkt var að að vísa nokkrum þeirra til stjórnar til frekari útfærslu. Næst var komið að kosningu stjórnar og skoðunarmanns. Jón Hlíðar Guðjónsson var endurkjörinn formaður og aðrir í stjórn voru kosin þau Daníela Rut Daníelsdóttir, Eyjólfur Orri Sverrisson, Magnús Jóhannsson og Alfreð Atlason og í varastjórn Ari Sigfússon og Jóhann Másson og skoðunarmaður Runólfur Gunnlaugsson. Jóhann Másson gaf ekki kost á sér í aðalstjórn og Höskuldur Einarsson gaf ekki kost á sér í stjórn að sinni en hann hefur setið í stjórn JR í yfir tuttugu ár og þakkar JR honum fyrir hans framlag og vinnu fyrir félagið allan þann tíma. Endurkjörinn formaður, Jón Hlíðar þakkaði fundargestum fyrir komuna og góða fundarsetu og sleit fundi.