Íþróttamenn Reykjavíkur heiðraðir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Íþróttamenn Reykjavíkur og Reykvísk lið voru heiðruð fyrir árangur sinn á árinu sem er að líða og fór athöfnin fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. desember. Á meðal þeirra sem voru heiðraðir var JR-ingurinn Aðalsteinn Björnsson. Hann stóð sig afarvel á árinu en þar ber hæst gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Andorra, gull á Íslandsmótinu í opnum flokki og verðlaun á Matsumae Cup í Danmörku. Einnig voru Reykvísk lið heiðruð og var JR eitt þeirra og tók Jón H. Guðjónsson formaður JR við viðurkenningunni. Fjölmenni var viðstatt þegar verðlaun voru veitt og ljóst að árið var einstaklega árangursríkt í íþróttalífi borgarinnar. Það var lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir sem kjörnin var íþróttastjarna Reykjavíkur 2025 en hún náði frábærum árngri á árinu en hún er fyrsti íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Óskum við öllum íþróttamönnunum til hamingju með viðurkenninguna.



