Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2025 verður haldið sunnudaginn 27. apríl í Laugardalshöllinni. Allir bestu judomenn og konur landsins verða með. Mótið hefst kl. 10 með keppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 . Að lokinni verðlaunaafhendingu hefst svo keppnin í opnum flokkum karla og kvenna. Mótslok eru áætluð um kl. 15:00. Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin. Hlekkir á beina útsendingu og úrslit verða settir inn á keppnisdegi. Vigtun keppenda verður hjá JR laugardaginn 26. apríl frá kl. 17:00 – 18:00