Judosamband Íslands heldur nú í sjötta sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (WOW Reykjavik International Games) og er þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar og hefst með forkeppni frá 10:00 til 13:00 og brons og úrslitaglímur verða svo frá 14:30 til 16:00.
Á mótið í gegnum tíðina hafa komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og að sjálfsögðu verða allir okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson. Æfingin verður frá 10-12 og haldin hjá Judodeild Ármanns.
Hér má sjá þátttakendur og úrslit fyrri móta:
2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018?
Vigtun keppenda hjá JR að Ármúla 17 föstudaginn 26. jan. frá kl. 18-19.